Upplýsingar á vef EACEA 

 


EG_20

pea_small

Til eru ótal leiðir til þess að koma upplýsingum um nám og störf erlendis á framfæri. Gefa má út bækur, setja upplýsingar um til dæmis áritanir, námsmöguleika, skatta, tryggingar, viðbrögð í veikindum og hvers konar aðrar gagnlegar ábendingar í gagnagrunna sem þegar eru á netinu eða stofna nýja slíka. 

Verkfærakistunni fyrir náms- og starfsráðgjafa er ætlað annað hlutverk sem er að gefa leiðbeiningar um sjálfa ráðgjöfina. Efninu er raðað á rökrænan hátt og auðvelt er að finna hina ýmsu undirliði. Horft er á náms- og starfsráðgjöf áður en haldið er af stað, meðan á dvölinni stendur og eftir að komið er heim. Náms- og starfsráðgjöf á þessu sviði er tiltölulega ný af nálinni og í stöðugri þróun. Þetta helst í hendur við að fleiri og fleiri snúa sér til náms- og starfsráðgjafa með spurningar um möguleika sína á námi og starfi í öðrum löndum.

Hvernig hægt er að nota verkfærakistuna

Ef þetta er í fyrsta sinn sem þú skoðar þennan vef er best að feta sig áfram þrep af þrepi. Þannig er minnsta hættan á að þú missir yfirsýn og villist í netheimum. Veftréð hér vinstra megin gefur slíka yfirsýn og neðst á hverri vefsíðu er krækja á þá næstu. Smátt og smátt geturðu hoppað á milli atriða ef þú vilt fá nákvæmari hugmyndir um lausn á ákveðnum vandamálum.

Breytileg verkfæri í stöðugri þróun

Verkfærakistan er breytileg og í stöðugri þróun. Ugglaust vakna þó einhverjar spurningar sem enn hafa ekki verið búin til svör við og vel er hugsanlegt að leita þurfi sértækari leiða fyrir sérstaka markhópa. Því biðjum við þig um að hafa samband (ds@hi.is) ef þú rekst á eitthvað sem nýtast kann öðrum náms- og starfsráðgjöfum í þessu sambandi og við reynum að setja það inn á vefinn.

 Áfram í verkfærakistunni – áskorun fyrir náms- og starfsráðgjafa