ERASMUS+ 2014-2020
Upplýsingar um nýja áætlun

 

Leonardo bæklingur


Gengistafla 

Til að fá upplýsingar um gengi á evru vs. ÍSK smelltu hér


 

Upplýsingar um Menntáætlun ESB á vef Framkvæmdastjórnarinnar
NSN_smellihnappur_2

 

Smelltu hér til að fara á heimasíðu verkefnisins

 


EVE logo

 


 


Upplýsingar á vef EACEA 


 
LEONARDO, FYRIRMYNDAR MANNASKIPTAVERKEFNI. 19.11.2010


Valin hafa verið átta Leonardo fyrirmyndar mannaskiptaverkefni áranna 2007 – 2008.  Við valið eru öll mannaskiptaverkefni viðkomandi ára metin en þau voru samtals 49. Eftirfarandi atriði eru skoðuð með tilliti til matsins:  Frumleiki, stjórnun, niðurstöður, árangur og áhrif á evrópskt samstarf stofnunar. 

Þessi átta verkefni eru tilnefnd til gæðaverðlauna sem afhent verða á Afmælishátíð Landskrifstofu Menntaáætluna ESB sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 25. nóvember.  Veittar verða viðurkenningar fyrir tvo flokka mannaskiptaverkefna:
• Fólk í grunnstarfsnámi og fólk á vinnumarkaði
• Kennarar, leiðbeinendur, fræðslustjórar, og starfsmannastjórar

Leonardo fyrirmyndar mannaskiptaverkefni 2007 - 2008 eru eftirfarandi:

Myndlistaskólinn í Reykjavík.  Kynning á efnum og aðferðum í Keramikframleiðslu.

Um er að ræða námsferðir nemenda og kennara til Þýskalands þar sem áhersla er lögð á mismunadi aðferðir við keramikframleiðslu og heimsóttir eru skólar og fjölbreytt fyrirtæki.  Nemendur taka virkan þátt í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni verkefnisins og fá það að fullu metið sem hluta af náminu.

Borgarholtsskóli. Nemendaskipti í List- og fjölmiðlagreinum.
Þetta er samvinnuverkefni Borgarholtsskóla og starfsmenntaskóla í Eistlandi og í þessu verkefni fengu tveir nemendur Borgarholtsskóla tækifæri til að heimsækja eistneska skólann og dvelja þar við nám í 6 vikur.  Þeir gátu valið fög sem þeir höfðu áhuga fyrir og fengu námið að fullu metið þegar heim var komið.

Nínukot. Vinna um víða veröld
Í þessu verkefni fengu tuttugu og tvö ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára tækifæri til að komast  í starfsþjálfun í Evrópu.  Með dvölinni kynntust þau lífi og starfi í öðru landi og efldu jafnframt tungumálakunnáttu sína og starfshæfni.

Fræðslusetrið Starfsmennt.  Starfsmenntun opinberra starfsmanna
Nítján  þátttakendur frá sjö stofnunum fengu tækifæri til að fara til Evrópu með það að markmiði að kynna sér sí- og endurmenntun og afla upplýsinga um námskeið og námsefni fyrir viðkomandi markhópa.  Verkefnið hafði jákvæð áhrif fyrir eflingu starfsmenntunar og aukinnar hæfni ófaglærðs starfsfólks og um leið hvatti það til evrópsks samstarfs í fjölmörgum greinum.

Lifandi landbúnaður. Byggjum brýr, náms- og kynnisferðir fyrir lykilkonur í landbúnaði
Markmið verkefnisins var að stykja og efla lykilkonur í sínu starfi sem leiðbeinendur smærri hópa er starfa um allt land.  Samtals 26 konur fengu tækifæri til að taka þátt í náms- og kynnisferðum til Danmerkur þar sem lögð var áhersla á danskan landbúnað, menningu og sögu, handverk, frumkvöðlastarfsemi kvenna og og síðast en ekki síst að koma á tengslum milli íslenskra og danskra kvenna sem starfa í lanbúnaði.

Mímir – símenntun.  Tungumálakennsla fyrir innflytjendur
Skemmtilegt verkefni þar sem markmiðið var að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga á íslandi.   Kennarar frá Mími – símenntun fóru til Belgíu og tóku þátt í tungumálanámskeiði í tungumáli sem þeir högðu enga kunnáttu í og fór kennslan fram á því tungumáli sem verið var að kenna.  Kennararnir settu sig þannig í spor nemenda sinna og fundu á eigin skinni hvernig það er að skilja ekki neitt.  Þátttakendur voru sammála um að ferðin hefði verið árangursrík og og myndi nýtast þeim beint í starfi.

Suðurlandsskógar. Ræktun jólatrjáa á Íslandi
Í þessu verkefni tóku ellefu leiðbeinendur og kennara í skógrægt þátt í vikulangri þjálfun í ræktun jólatrjáa í Danmörku.  Þar sem jólatrjáaframleiðsla á Íslandi hefur verið mjög lítil og áhugi er fyrir því að auka hana, var samið við danskan aðila um að skipuleggja sérstakt námskeið fyrir íslenska skógræktendur með það markmið að auka hæfni Íslendinga á þessu sviði.  Með þátttöku fulltrúa víðast hvar af landinu var góð nýting niðurstaðna verkefnisins tryggð.

Bókasafn Hafnarfjarðar.  Nýjar hugmyndir í flokkunarfræðum og aðbúnaði á bókasöfnum
Tveir starfsmenn Bókasafns Hafnarfjarðar fóru í 2ja vikna heimsókn til Bretlands.  Markmið ferðarinnar var að afla gagna og kynna sér starfsemi bókasafna í Bretlandi.  Mikilvægt er fyrir starfsmenn sérhæfðra fagsviða eins og bókasafnsfræðinga að fá tækifæri til að skoða starfsemi á sínu fagsviði í öðrum löndum.  Dreifing niðurstaðna verkefnisins var prýðileg, bæði innan stofnunar sem  og í öðrum bókasöfnum í sveitarfélaginu og innar greinarinnar á landsvísu.
 

Til baka...
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook